Knattspyrnufélagið Fram og Gáski í Bolholti 8, hafa gert með sér samkomulag um styrktarþjálfun fyrir yngri iðkendur knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar.
Björn Róbert Ómarsson einkaþjálfari frá ÍAK og starfsmaður Gáska sér um styrktarþjálfun í Safamýrinni fyrir 4. 3. og 2. flokk. Valgerður Tryggvadóttir, Valgerður Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, spilandi leikmaður mfl. kvenna í handbolta, eru sjúkraþjálfarar Gáska sem verða tengiliðir við alla þjálfara yngri flokka deildanna.
Ef meiðsli koma upp þá hefur þjálfari eða aðstandandi iðkanda beint samband við
Valgerði T. 866-7408 Valgerðir J. 695-9912 Sigurbjörgu 848-0344
eða í Gáska í síma 568-9009 til að fá tíma. Vandamálið er greint, meðhöndlað og upplýsingar veittar til þjálfara, sem í sameiningu ákveða hvað má gera og hvað má ekki gera á æfingum. Þannig komast upplýsingar milliliðalaust til þjálfara og endurkoma iðkanda gengur sem best.
Valgerður T og Valgerður J er í Bolholti 8 og Sigurbjörg er í Mjódd, Þönglabakka 1.
Kostnaður er 1086 kr fyrir hverja komu í sjúkraþjálfun f. yngri en 18 ára. 1086 kr skoðunargjald bætist við 1. tíma.
Kostnaður fyrir 18 ára og eldri er kr. 3449.- f. hverja komu og kr. 3449.- skoðunargjald í fyrsta tíma.
Knattspyrnufélagið FRAM