FRAM og Selfoss léku æfingaleik í Safamýri á laugardag sem endaði með 3-1 sigri heimamanna. Selfoss komst yfir með stórglæsilegu marki úr aukaspyrnu eftir um korters leik. Líkt og um síðustu helgi þegar FRAM lék við ÍA þá snéru Framarar leiknum sér í vil með þremur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði tvívegis úr vítaspyrnum áður en Aron Bjarnason bætti þriðja markinu við. Ekkert var skorað í síðari hálfleik. Nokkuð var um forföll í liði FRAM vegna prófa, meiðsla og verkefna með yngri landsliðum.
Byrjunarlið FRAM
Ögmundur
Ósvaldur Jarl
Tryggvi Bj.
Halldór A
Benedikt Októ
Hafsteinn Briem
Einar Bjarni
Einar Már
Aron Bjarna
Hafþór Mar
Guðmundur Steinn
Knattspyrnudeild FRAM