Þriðji æfingaleikur meistarflokks FRAM í knattspyrnu á skömmum tíma var leikinn í Egilshöllinni í kvöld. Andstæðingurinn var 2. deildar lið Gróttu. Ekki voru Gróttumenn mikil fyrirstaða fyrir sprækt FRAM-lið sem var 5-0 yfir í hálfleik og vann að lokum 9-0 sigur. Mörk FRAM í leiknum skoruðu Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3, Aron Bjarnason 2, Aron Þórður Albertsson, Tryggvi Bjarnason, Ásgeir Marteinsson og Benedikt Októ Bjarnason.
Fram hefur áður leikið æfingaleiki gegn ÍA og Selfossi sem báðir unnust 3-1.
Næsti æfingaleikur FRAM verður í Fífunni gegn Breiðablik laugardaginn 14. desember.
Kveðja
Snorri Már