Það fór þannig í kvöld að við töpum þessum leik en við vorum nærri því að klára leikinn, strákar eru örugglega svekktir yfir þessum úrslitum. Leikurinn í kvöld var gott framhald af leikjum liðsins í vetur, allir að leggja sig 100% í verkefnið sem var ærið Haukar á heimavelli.
Leikurinn fór vel afstað og fljótlega tókum við stjórnina á leiknum, vörn og markvarsla til fyrirmyndar og sóknarleikurinn gekk vel að mestu staðan í hálfleik 6 – 12. Haukarnir fundu engar lausnir á varnarleik okkar FRAMara og útlitið gott.
Síðari hálfleikur byrjaði vel og við FRAMarar héldum frumkvæðinu í leiknum, vörnin hélt og útlitið gott, lítið skorað sem veit á gott, staðan eftir 45 mín 10-15. En þá var eins og við misstum tökin á leiknum, gerðum mörg mistök í sókninn sem færði Haukunum ódýr hraðaupphlaups mörk og þeir náðu að jafna leikinn á næstu 7 mínútum. Eftir það náðum við aðeins að halda í horfinu en Haukarnir voru sterkari á lokasprettinum og niðurstaðan 20 – 17. Við voru mjög nærri því að vinna þennan leik í kvöld og leikurinn að mestu vel spilaður, en það var eins og okkar menn væru pínu þreyttir þegar líða tók á leikinn og það vantaði smá upp á að klára þetta í kvöld, kannski að dreifa álaginu aðeins meira í fyrri hálfleik eða að rúlla mannskapnum meira, ómögulegt að segja en ekki mikið út að okkar menn að setja í kvöld. Allir leikmenn FRAM spiluðu að mestu vel, menn börðust á fullu allan leikinn og lögðu sig fram, markvarslan góð en það vantaði pínu extra til að klára þetta.
FRAMarar þið voruð flottir í kvöld, en getið gert betur og það er gott að vita.
Næsti leikur er gegn UMFA í Coka Cola bikarnum á þriðjudag kl. 20:00 í Mosfellsbæ og það verður án efa ekta bikarleikur.
ÁFRAM FRAM