fbpx
Bjarni og Jóhannes Karl vefur

Jóhannes Karl Guðjónsson gengur til liðs við Fram

Jói Kallir og Lelli góðirJói og strákarnirJóhannes Karl Guðjónsson hefur skrifað undir 2 ára samning við Fram. Jóhannes Karl, sem er 33 ára gamall, hefur leikið með liðum í efstu deild í Belgíu, Hollandi, Spáni og Englandi. Hann á að baki 34 A-landsleiki fyrir Ísland.

Jóhannes Karl var 18 ára þegar hann spilaði sína fyrstu leiki í úrvalsdeild fyrir ÍA árið 1998. Það sama ár gekk hann til liðs við Racing Genk í Belgíu og varð hann belgískur meistari með því félagi. Á 14 ára atvinnmannaferli lék Jóhannes Karl einnig með RKC Waalwijk, Real Betis, Aston Villa, Wolverhampton Wanderers, Leicester City, AZ Alkmar, Burnley og Huddersfield Town.
Fram telur gríðarlegan feng í því að fá Jóhannes Karl til liðs við félagið, umfangsmikil reynsla hans og hæfileikar koma til með að nýtast ungum leikmannahópi Fram afar vel í baráttunni framundan. Fram býður Jóhannes Karl velkominn til félagsins og væntir mikils af samstarfinu.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!