Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skrifað undir 2 ára samning við Fram. Jóhannes Karl, sem er 33 ára gamall, hefur leikið með liðum í efstu deild í Belgíu, Hollandi, Spáni og Englandi. Hann á að baki 34 A-landsleiki fyrir Ísland.
Jóhannes Karl var 18 ára þegar hann spilaði sína fyrstu leiki í úrvalsdeild fyrir ÍA árið 1998. Það sama ár gekk hann til liðs við Racing Genk í Belgíu og varð hann belgískur meistari með því félagi. Á 14 ára atvinnmannaferli lék Jóhannes Karl einnig með RKC Waalwijk, Real Betis, Aston Villa, Wolverhampton Wanderers, Leicester City, AZ Alkmar, Burnley og Huddersfield Town.
Fram telur gríðarlegan feng í því að fá Jóhannes Karl til liðs við félagið, umfangsmikil reynsla hans og hæfileikar koma til með að nýtast ungum leikmannahópi Fram afar vel í baráttunni framundan. Fram býður Jóhannes Karl velkominn til félagsins og væntir mikils af samstarfinu.