Jóhann Gunnar Einarsson hefur æft handknattleik með FRAM frá unga aldri og í raun allan sinn feril fyrir utan nokkur ár er hann lék erlendis. Jóhann Gunnar var burðarás í liði Fram sem varð Íslandsmeistarar karla 2013 eftir æsispennandi úrslitarimmi við Hauka. Jóhann Gunnar sýndi geysilegt keppnisskap og lét ekki þrálát meiðsli á sig fá – heldur dreif vagninn áfram. Hann varð síðan fyrir því óhappi að báðar framtennur í efri gómi brotnuðu illa í úrslitaleiknum í Safamýri, 22:20. Jóhann hefur þjálfað yngstu iðkendur FRAM í Grafarholti og Úlfarsárdal um árabil ásamt því að vinna fyrir félagið með margvíslegum hætti.
Jóhann Gunnar var útnefndur besti leikmaður Íslandsmótsins í lokahófi Handknattleikssambands Íslands og þá fékk hann einnig Valdimarsbikarinn fyrir að vera þýðingamesti leikmaður mótsins að mati þjálfara. Þá var Jóhann Gunnar valinn í úrvalslið mótsins.
Til hamingju Jóhann Gunnar Einarsson
Knattspyrnufélagið FRAM