fbpx
Bjarni og Jóhannes Karl vefur

Reykjavíkurmótið byrjar á fimmtudagskvöld

Fyrsti leikur FRAM á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu 2014 fer fram fimmtudagskvöldið 9. janúar kl. 21:00 í Egilshöll. Andstæðingurinn í þessum fyrsta mótsleik Bjarna Guðjónssonar sem þjálfara er Leiknir úr Breiðholti. Eins og kunnugt er hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópnum okkar og því spennandi að mæta og sjá nýtt og brakandi ferskt FRAM-lið. Stuðningsmenn FRAM eru hvattir til að mæta á völlinn á komandi vikum og fylgjast með liðinu okkar í undirbúningnum fyrir stóru átökin í sumar.
Fram-Leiknir - Rvkmot 2014 - 110813

Kveðja   Snorri Már

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!