FRAM mætti ÍR á Reykjarvíkurmótinu í knattspyrnu í gær. Okkar menn hófu leikinn af krafti og eftir aðeins 25 sekúndna leik lá boltinn í neti Breiðhyltinga. ÍR-ingar gerðu svo sjálfsmark áður en fyrirliði þeirra og bróðir Bjarna þjálfara og Jóhannesar Karls minnkaði muninn eftir hornspyrnu. Seinni hálfelikurinn var betur leikinn af hálfu FRAM-liðsins og þá duttu inn fjögur góð mörk og niðurstaðan því 6-1 sigur. Mörk FRAM í leiknum gerðu Arnþór Ari Atlason 2, Aron Bjarnason, Ásgeir Marteinsson og Alexander Már Þorláksson. Næsti leikur FRAM á Reykjarvíkurmótinu er laugardaginn 1. febrúar kl. 15 gegn Fjölni og er það úrslitaleikur um það hvort liðið kemst áfram upp úr riðlinum.