fbpx
Osvald og Bjarni

Stórsigur á ÍR

FlottirFRAM mætti ÍR á Reykjarvíkurmótinu í knattspyrnu í gær. Okkar menn hófu leikinn af krafti og eftir aðeins 25 sekúndna leik lá boltinn í neti Breiðhyltinga. ÍR-ingar gerðu svo sjálfsmark áður en fyrirliði þeirra og bróðir Bjarna þjálfara og Jóhannesar Karls minnkaði muninn eftir hornspyrnu. Seinni hálfelikurinn var betur leikinn af hálfu FRAM-liðsins og þá duttu inn fjögur góð mörk og niðurstaðan því 6-1 sigur. Mörk FRAM í leiknum gerðu Arnþór Ari Atlason 2, Aron Bjarnason, Ásgeir Marteinsson og Alexander Már Þorláksson. Næsti leikur FRAM á Reykjarvíkurmótinu er laugardaginn 1. febrúar kl. 15 gegn Fjölni og er það úrslitaleikur um það hvort liðið kemst áfram upp úr riðlinum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email