Stelpurnar okkar í mfl. kvenna voru ekki í neinum vandræðum í dag þegar liðið mætti HK í Olísdeildinni í handbolta. Það var aldrei spurning hvernig þessi leikur myndi enda þó var munurinn í hálfleik ekki nema tvo mörk 10 – 8. FRAM stúlkur byrjuðu seinni hálfleik vel og eftir það var ekki aftur snúið. Stelpurnar léku vel í þeim seinni og lokatölur 24 -14. Sigurbjörg var með 6 mörk, Marta 5 og Sunneva áttu góðan dag með 21 bolta varða.
Glæsilegt stelpur
ÁFRAM FRAM