Sóknarmaðurinn Aron Þórður Albertsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnufélagið Fram. Aron Þórður sem verður 18 ára í sumar kom til liðs við Fram fyrir ári síðan en leikmaðurinn er uppalinn í Breiðablik. Hann kom við sögu í 5 leikjum Fram á síðustu leiktíð. Aron Þórður á að baki tvo landsleiki með U19 ára liði Íslands. Knattspyrnufélagið Fram fagnar því að hafa náð samningum við Aron Þórð.