O

Leikmannakynning – Viktor Bjarki Arnarsson

ONafn: Viktor Bjarki Arnarsson
Aldur: 31 árs

Starf/nám: Lærður tækniteiknari en starfa á fyrirtækjasviði Borgunar.
Hjúskaparstaða: Sambúð með Álfrúnu Pálsdóttur og eigum saman Höllu Elísabetu 6 ára og Arnar Pál 6 mánaða.
Uppeldisfélag: Víkingur.
Einnig leikið með: FC Utrect, Topp Oss, Lilleström, Nybergsund, Fylki og  KR.
Af hverju FRAM: Hafði heyrt að blái liturinn myndi fara mér vel. Annars er tengdafjölskyldan Framarar og lofuðu að fjölmenna á alla leiki færi ég í Fram.
Titlar: Bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2013. Íslandsmeistari 2011. Ekki má gleyma fyrsta titlinum- Íslandsmeistari í 6.flokki innanhúss ´93.
Landsleikir:  9 leikir með U17, 9 leikir með U19 og 12 með leikir U21.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Það var ekki leiðinlegt að vera kosinn besti maður Íslandsmótsins 2006. Slær næstum út þegar ég var markahæsti leikmaðurinn á Shell-mótinu ´93 – það skyggði smá á gleðina að við Ólafur Ingi Skúlason vorum jafnir og þurftum að deila verðlaununum. Ég fékk bikarinn og hann Patrick takkaskóna. Góð skipti.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Jay Z hefur alltaf verið í uppáhaldi og heldur krúnunni eitthvað áfram. Svona er maður ungur í anda.
Besta platan: Hver hlustar á plötur í dag á tímum Youtube og Spotify. Kv. Gamli.
Besta bókin: Arnaldur Indriða er minn maður og hef lesið þær flestar.
Besta bíómyndin: Fargo, Big Lebowski og Braveheart.
Fyrirmynd í lífinu: Pabbi og mamma.
Skemmtilegasta útlandið: Holland er alltaf í uppáhaldi eftir að ég bjó þar í fimm ár. Þarf einmitt að fara að skreppa þangað aftur og rifja upp góða tíma.
Uppáhaldsmatur: Pítsa klikkar aldrei. Nema með bönunum. Það ætti að banna með lögum.
Furðulegasti matur: Ég er ekki þekktur fyrir smakka framandi mat. Sumir vilja kalla það mathræðslu. Ég hafði mig þó í það að smakka hákarl fyrir löngu og geri það ekki aftur. Ekki einu sinni þó að ég fái staup með því.
Hjátrú (tengd fótbolta): Ég veit ekki afhverju en ég klæði mig alltaf í vinstri sokkinn,  fer svo í skóna og reima vinstri skóinn fyrst og að lokum set ég vinstri legghlífina á undan þeirri hægri. Bara fyrir leiki. Þessu tók ég upp á fyrir nokkrum árum og get ekki hætt.
Undirbúningur fyrir leiki: Misjafn eftir dögum og aðstæðum. Reyni taka því rólega og borða yfirleitt hafragraut tveimur til þremur tímum fyrir leik. Held mig svo yfirleitt við sömu rútínu eftir sigurleik. Já það er líka hjátrú.
Kóngurinn í klefanum: Bjarni Hólm – mætir þegar hann vill.
Fyndni gaurinn í klefanum: Dúddi (Halldór Arnarsson).
Uppáhaldslið utan Íslands: Ég er Man. Utd maður.
Hver vinnur HM 2014: Ég bíð alltaf eftir að Hollendingar taki þetta – og ætla að halda áfram í þá von í sumar.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Rúnar Kristinsson.
Markmið með FRAM árið 2014: Gera betur en í fyrra og vinna að því að festa Fram í sessi meðal þeirra bestu.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email