Nafn: Sigurður Þráinn Geirsson
Aldur: 18 ára.
Starf/nám: Er í MR.
Hjúskaparstaða: Það er dama í lífi mínu.
Uppeldisfélag: Fram.
Einnig leikið með: A.D. Huracán og U.D. Las Palmas.
Af hverju FRAM: Fram er uppeldisfélagið og afi hefði ekki tekið í mál að ég færi í annað lið.
Titlar: Deildarmeistaratitlar og mót með U.D.Las Palmas.
Landsleikir: Enginn.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Var í U18 fyrir Kanaríeyjar. Skemmtilegt að segja frá því að á fermingardeginum mínum skoraði ég tvö mörk í úrslitaleik á Rey Cup en var svo skipt útaf í hálfleik því fermingarveislan mín var byrjuð. En það sem stendur upp úr er að hafa klobbað Jóa Kalla í reit.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Weeknd.
Besta platan: Racine Carrée með Stromae.
Besta bókin: Síðasta sem ég las var nokkuð fín, Black Cross eftir Greg Iles.
Besta bíómyndin: Kite Runner fannst mér svakaleg.
Fyrirmynd í lífinu: Foreldrar mínir.
Skemmtilegasta útlandið: Spánn er mér sem annað heimili.
Uppáhaldsmatur: Paella.
Furðulegasti matur: Ísbjarnarhjarta.
Hjátrú (tengd fótbolta): Reima ekki skóna inn í klefa fyrir leik ef ég er í byrjunarliði.
Undirbúningur fyrir leiki: Reyni að borða pasta, chilla og svo hringi ég alltaf í pabba og hann fer yfir hvað ég þarf að hafa í töskunni fyrir leikinn.
Kóngurinn í klefanum: Maður þarf að bera virðingu fyrir öldungunum í klefanum.
Fyndni gaurinn í klefanum: King Steini og Dúddi. Alli er líka vel steiktur þegar hann talar nógu hátt.
Uppáhaldslið utan Íslands: Newcastle United.
Hver vinnur HM 2014: Vona að Spánn haldi áfram að mölva öll met.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Pirlo og Sergio Ramos.
Markmið með FRAM árið 2014: Reyna að bæta mig og þroskast sem leikmaður auk þess væri ekki leiðinlegt að spila eitthvað í Pepsi. Fyrst og fremst ætla ég mér samt að taka þátt í að koma 2. flokknum upp úr B deild og áleiðis í bikar.
Knattspyrnudeild FRAM