fbpx
Hulda Mýrdal vefur

Leikmannakynning – Hulda Mýrdal

Hulda MýrdalNafn: Hulda Mýrdal
Aldur: 25

Hjúskaparstaða: Pikkfast
Gælunafn: Nei minna
Staða á vellinum: Holan
Fyrri lið: KR frá 1994-2009
Besti samherjinn? Fyrst datt mér í hug allt liðið eins og það leggur sig á góðum degi en það væri lögbrot ef ég myndi ekki svara Rósa Hauksdóttir. Fullkomnar mig, uppfyllir allar mínar kröfur, þarfir og væntingar á vellinum.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ég veit ekkert hvað hinar taka en þó ég viti það ekki þá giska ég á mig sjálfa eða Gyðu S.
Mesti sprellarinn í liðinu? Áslaug Eik þykir er mjög náttúrulega ein fyndin kona, væri eiginlega til í að ljósrita hana og selja svo allir ættu eina svoleiðis. Eva Rut myndu svo fylgja með og þetta væri skotheld söluvara.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Haukur Hilmars, þjálfarinn minn í Fram síðustu 3 ár. Grískt goð! Og Gaui minn, það væri ekki sanngjarnt ef ég nefndi ekki minn mann.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? S-in tvö. Þura og Þóra, hafa ákveðin Framþokka sem ekki er hægt að lýsa. Svo eru líka fullt af því sem við köllum kynlíf í okkar hóp, þær vita hverjar þær eru!
Fyndnasta mómentið með hópnum? Allar rútuferðirnar út á land hafa verið óborganlegar og var Haukur þjálfari orðin nokkuð sjóaður í því að zone-a út,ætti eiginlega skilið einhver verðlaun. Á leið í leiki á langferðabíl síðasta sumar ákvað okkar kona Áslaug Inga að koma systur minni, D.Mýr á óvart þar sem hún var ný. Skellti sínu prívat lagi á fóninn og enginn vissi hverju hann átti von á. Endaði hún svo allsber í sínum danslotum ofan á greyið D.Mýr á þjóðvegi 1 um 15:00, hef aldrei séð svona stjarfann og næpuhvítan rútubílstjóra í afturspeglinum. Svo eigum við svona Borat skýlu- allar stundirnar sem einhver bregður sér í hana eru virkilega gefandi.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Guð minn góður, hér er á mörgu að taka. Allar frísklega utan vallar en ég veit ekki hver ég á að segja að sé best.
Lélegust i reitarbolta? Áslaug Inga er rosalega alltaf inn í allavegana.
Leyndur hæfileiki? Ekkert sem mér dettur í hug að sé mjög leynilegt en ég get sofnað hvar og hvenær sem er samt.
Sturluð staðreynd um þig? Sturluð staðreynd er að ég er nánast 180 cm á hæð og hef aldrei unnið skallabolta. Það er klikkun og þar verður breyting á í sumar gott fólk.
Drottning klefans? Kristjana Arnars almannatengill, fréttakona, fjáröflunarkynlíf og ég gæti haldið lengi áfram. Hún er drottning klefans þar sem mér þætti bara skrítið að koma inn í klefann og hún væri ekki þar.

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!