Hjúskaparstaða: Pikkfast
Gælunafn: Nei minna
Staða á vellinum: Holan
Fyrri lið: KR frá 1994-2009
Besti samherjinn? Fyrst datt mér í hug allt liðið eins og það leggur sig á góðum degi en það væri lögbrot ef ég myndi ekki svara Rósa Hauksdóttir. Fullkomnar mig, uppfyllir allar mínar kröfur, þarfir og væntingar á vellinum.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ég veit ekkert hvað hinar taka en þó ég viti það ekki þá giska ég á mig sjálfa eða Gyðu S.
Mesti sprellarinn í liðinu? Áslaug Eik þykir er mjög náttúrulega ein fyndin kona, væri eiginlega til í að ljósrita hana og selja svo allir ættu eina svoleiðis. Eva Rut myndu svo fylgja með og þetta væri skotheld söluvara.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Haukur Hilmars, þjálfarinn minn í Fram síðustu 3 ár. Grískt goð! Og Gaui minn, það væri ekki sanngjarnt ef ég nefndi ekki minn mann.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? S-in tvö. Þura og Þóra, hafa ákveðin Framþokka sem ekki er hægt að lýsa. Svo eru líka fullt af því sem við köllum kynlíf í okkar hóp, þær vita hverjar þær eru!
Fyndnasta mómentið með hópnum? Allar rútuferðirnar út á land hafa verið óborganlegar og var Haukur þjálfari orðin nokkuð sjóaður í því að zone-a út,ætti eiginlega skilið einhver verðlaun. Á leið í leiki á langferðabíl síðasta sumar ákvað okkar kona Áslaug Inga að koma systur minni, D.Mýr á óvart þar sem hún var ný. Skellti sínu prívat lagi á fóninn og enginn vissi hverju hann átti von á. Endaði hún svo allsber í sínum danslotum ofan á greyið D.Mýr á þjóðvegi 1 um 15:00, hef aldrei séð svona stjarfann og næpuhvítan rútubílstjóra í afturspeglinum. Svo eigum við svona Borat skýlu- allar stundirnar sem einhver bregður sér í hana eru virkilega gefandi.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Guð minn góður, hér er á mörgu að taka. Allar frísklega utan vallar en ég veit ekki hver ég á að segja að sé best.
Lélegust i reitarbolta? Áslaug Inga er rosalega alltaf inn í allavegana.
Leyndur hæfileiki? Ekkert sem mér dettur í hug að sé mjög leynilegt en ég get sofnað hvar og hvenær sem er samt.
Sturluð staðreynd um þig? Sturluð staðreynd er að ég er nánast 180 cm á hæð og hef aldrei unnið skallabolta. Það er klikkun og þar verður breyting á í sumar gott fólk.
Drottning klefans? Kristjana Arnars almannatengill, fréttakona, fjáröflunarkynlíf og ég gæti haldið lengi áfram. Hún er drottning klefans þar sem mér þætti bara skrítið að koma inn í klefann og hún væri ekki þar.
Knattspyrnudeild FRAM