fbpx
Bikarm

FRAM leikur 3 úrslitaleiki í Coka Cola bikar yngriflokka á sunnudag

FRAM - KA-þór 4.fl.kv.FRAM - ÍBV - Coke1 - 190913FRAM - Selfoss - Coke1 - 190913Það verður sannkölluð hátið hjá okkur í FRAM á sunnudag, því þá leikum við þrjá úrslitaleiki í bikarkeppni HSÍ,  Coka Cola bikarnum.  Leikirnir fara fram í Laugardalshöll en þar verður umgjörðin glæsileg og engu til sparað.
Það er alltaf draumur hvers leikmanns að komast í höllina og leika bikarúrslitaleik og þessir leikir eru þeir leikir sem allir yngri leikmenn vilja prufa að leika áður en þeir fara á stórasviðið með meistaraflokkunum.
Við FRAMarar eigum eins og áður sagði 3 leiki í Höllinni sunnudaginn 2.  mars. Leikið verður sem hér segir:

Kl. 13:00   4. fl. kv. E   FRAM – KA/Þór
Kl. 16:00   3. fl. kv.       FRAM – ÍBV
Kl. 18:00   3. fl. ka.       FRAM – SELFOSS

Hvetjum alla FRAMarar til að mæta í Höllina á sunnudag og hvetja krakkana okkar og styðja við bakið þessum glæsilegu fulltrúum sem við eigum í  úrslitaleikjum Coka Cola bikarsins.

Allir leikirnir verða sýndir beint á www.sporttv.is.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!