fbpx
kristjana Arnarsdóttir vefur

Leikmannakynning – Kristjana Arnarsdóttir

kristjana ArnarsdóttirNafn: Kristjana Arnarsdóttir
Aldur: 23 ára

Hjúskaparstaða: Einhleyp
Gælunafn: Stjana, Krilla, K-Dawg og Jane eru öll algeng.
Staða á vellinum: Stend vaktina í vörninni.
Fyrri lið: Er uppalinn Bliki og spilaði svo eitt sumar með Fylki áður en ég hætti í fótboltanum og fór að einbeita mér grimmt að félagslífinu í Verzló. Ákvað svo að rífa fram takkaskóna að nýju í Safamýrinni. Besta ákvörðun sem ég hef tekið.
Besti samherjinn? Get ekki tekið neina eina út. Það er svo mikil blússandi liðsheild og svona. Annars á ég auðvelt með að spila með gömlu Blikunum í Fram-liðinu.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ég vildi óska þess að ég gæti sagt Fjóla en ég hugsa að einkaþjálfarinn í liðinu, Magga, hirði þennan titil.
Mesti sprellarinn í liðinu? Þetta er náttúrulega sprellaðasta liðið í kvennaboltanum en ég hugsa að ég skrái þennan titil á Áslaugu Eik. Þar á eftir koma Eva, Hulda og Áslaug Inga. Það er bara free comedy allan daginn þegar þessar eru sameinaðar.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Uppáhalds húsverðirnir Rabbi og Gaui eru mínir menn.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Þetta eru allt bullandi fegurðardrottningar, að innan sem utan.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Ég hugsa að fyndnasta mómentið hafi átt sér stað í fyrra sumar þegar hópurinn var á leiðinni til Grundarfjarðar. Þá var fyrrum þjálfarinn okkar, Haukur Hilmars, að keyra bílinn sinn fyrir aftan liðsrútuna og það var ákveðið að “moona” kallinn. Þegar við komum á leiðarenda biðum við spenntar eftir viðbrögðum en komumst síðar að því að rúðurnar í rútunni voru vel skyggðar svo allt effortið var til einskis. Gott try engu að síður.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Þetta er rándýr spurning en ég ætla að gefa þeim stöllum Þóru og Sigríði Katrínu þennan titil. Þær eru að trylla lýðinn í útlöndunum.
Lélegust í reitarbolta? Við náðum einhverjum rosalegum fjölda á þær Thelmu og Írisi um daginn. Skráum þetta á þær. Held þær séu ennþá að vinna sig út úr þessum bónusum.
Leyndur hæfileiki? Ég er snögg að læra lagatexta og þá einkum rapptexta. Þegar ég er í réttum gír þá læt ég vaða í Look at me now með Busta Rhymes.
Sturluð staðreynd um þig? Vann Samfés í 10. bekk og lifði drauminn þá um sumarið þegar ég tróð upp á hinum ýmsu skemmtunum sem Samfés-stjarna. Gaf eiginhandaráritanir í Smáralind, var með gigg á 17. júní og söng í Kastljósinu. 2006 var mitt ár.

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!