fbpx
Guðrún Jenný vefur

Enn bætist á meiðslalista meistaraflokks kvenna í handbolta.

gudrunMeistaraflokkur kvenna varð fyrir enn einu áfalli í vikunni, þegar Guðrún Jenný Sigurðardóttir meiddist illa á æfingu.
Hún missteig sig illa með þeim afleiðingum að fara úr ökklalið og brjóta bein í fætinum. Meiðslin reyndust samt ekki alveg eins alvarleg og óttast var í fyrstu en hún verður allavega í gifsi næstu fjórar vikurnar.
Guðrún Jenný er fædd 1996 og leikur sem línumaður.  Hún hefur verið í æfingahóp meistaraflokks kvenna og leikið 3 leiki í OLÍS-deildinni í vetur.
Guðrún Jenný hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og var um síðustu áramót valin í U-18 sem var þá við æfingar. Guðrún er enn gjaldgeng í 3. fl.kvenna og missir því að úrslitaleik liðsins í Höllinni á sunnudag.

Guðrún Jenný er fjórði leikmaður meistaraflokks kvenna í vetur sem verður fyrir alvarlegum meiðslum, en áður hafa meiðst alvarlega, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir og verið frá í lengri tíma.

Handknattleiksdeild FRAM óskar Guðrúnu Jenný góðs bata og vonandi sjáum við hana sem fyrst aftur á handboltavellinum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!