fbpx
Arnar Ársælsson vefur íBV

Súrt tap í eyjum í kvöld

freysiVið FRAMarar lékum í Eyjum í kvöld og riðum ekki feitum hesti frá þeirri viðureign.  Okkur hefur gengið bölvanlega að eiga við Eyjamenn í vetur og eina liðið sem okkur hefur bara ekki tekist að klára.
Fyrri hálfleikur var samt í járnum í kvöld, jafn leikur allan hálfleikinn og við heldur með forskotið þegar líða tók á hálfleikinn.  Staðan í hléi 13-14 okkur í hag og útlitið ekki svo slæmt.
En það var eins og við hefðum ekki mætt til leiks í þeim síðari það stóð bara ekki steinn við steini og tæknifeilarnir of margir.  Við skoruðum 5 mörk á fyrstu 20 mín seinni hálfleiksins og það veit ekki á gott, staðan eftir 50 mín 24-19 og við ekki líklegir til að klára leikinn enda fór það þannig að við töpuðum þessum leik sannfærandi 29-24.  Mér sýnist af lýsingum á leiknum að sóknarnýting liðsins í kvöld hafi verið í kringum 40 % en Magnús tölfræðingur okkar FRAMarar er væntanlega allt annað en ekki sáttur við það og væntanlega fleiri.
En nú er bara að njóta flugsins til Reykjavíkur í kvöld og safna kröftum fyrir næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur. ÁFRAM drengir,nú er bara að einbeita sér, berja sig saman og nýta  tímann vel fyrir næsta stríð sem verður í Safamýrinni á fimmtudag kl. 18:00.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email