fbpx
Arnar Ársælsson vefur íBV

Súrt tap í eyjum í kvöld

freysiVið FRAMarar lékum í Eyjum í kvöld og riðum ekki feitum hesti frá þeirri viðureign.  Okkur hefur gengið bölvanlega að eiga við Eyjamenn í vetur og eina liðið sem okkur hefur bara ekki tekist að klára.
Fyrri hálfleikur var samt í járnum í kvöld, jafn leikur allan hálfleikinn og við heldur með forskotið þegar líða tók á hálfleikinn.  Staðan í hléi 13-14 okkur í hag og útlitið ekki svo slæmt.
En það var eins og við hefðum ekki mætt til leiks í þeim síðari það stóð bara ekki steinn við steini og tæknifeilarnir of margir.  Við skoruðum 5 mörk á fyrstu 20 mín seinni hálfleiksins og það veit ekki á gott, staðan eftir 50 mín 24-19 og við ekki líklegir til að klára leikinn enda fór það þannig að við töpuðum þessum leik sannfærandi 29-24.  Mér sýnist af lýsingum á leiknum að sóknarnýting liðsins í kvöld hafi verið í kringum 40 % en Magnús tölfræðingur okkar FRAMarar er væntanlega allt annað en ekki sáttur við það og væntanlega fleiri.
En nú er bara að njóta flugsins til Reykjavíkur í kvöld og safna kröftum fyrir næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur. ÁFRAM drengir,nú er bara að einbeita sér, berja sig saman og nýta  tímann vel fyrir næsta stríð sem verður í Safamýrinni á fimmtudag kl. 18:00.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!