fbpx
3

3 stelpur frá FRAM í U-20 landslið Íslands

heklakarolinaragnheidurValinn hefur verið 16 manna lokahópur U-20 ára landsliðs kvenna.  Um páskana, 18.-20.apríl, mun liðið leika hér á Íslandi í undanriðli ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í lokakeppni HM sem fram fer í Króatíu í sumar.
Við FRAMarar erum stoltir af því þegar leikmenn okkar eru valdir í landslið Íslands og að þessu sinni eigum við
3 leikmenn í þessu lokahópi. Þær eru:
Hekla Rún Ámundadóttir                                Fram
Karólína Vilborg Torfadóttir                           Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir                                  Fram

Leikir liðsins verða eftirfarandi:
18.apríl kl. 14:00  Ísland – Úkraína
19.apríl kl. 14:00  Ísland – Rúmenía
20.apríl kl. 16:00  Ísland – Slóvenía

Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email