fbpx
Silja Runólfsdóttir vefur

Leikmannakynning – Silja Runólfsdóttir

Silja RunólfsdóttirNafn: Silja Runólfsdóttir
Aldur: 23 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi
Gælunafn: Ég held að það sé ekkert nema þá mögulega Silli eða Runólfs.. Það hefur nú stundum ómað á eftir mér hinsvegar goes with helmet. Afar lýsandi finnst vinum.
Staða á vellinum: Varnarlínan.
Fyrri lið: Bí/Bolungarvík
Besti samherjinn? Anna.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ég ætla að giska á Margréti Regínu einkaþjálfarann sjálfan.
Mesti sprellarinn í liðinu? Ég hef mjög gaman af henna Áslaugu Eik. Henni finnst líka einstaklega skemmtilegt hvað ég hlæ mikið af henni.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Það er einn gullfallegur sjúkraþjálfari á vappi þarna stundum. Mjög svo myndarlegt eintak.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Þetta er svo rosalega myndarlegt lið, ég get ekki valið.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Þetta er náttúrlega búið að vera eitt stórskemmtilegt ævintýri síðan ég byrjaði. Ætli það hafi samt ekki verið í einni pottaferðinni eftir æfingu fyrir áramótin sem ég áttaði mig virkilega á því út í hvað ég væri komin.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Ég hugsa að Áslaug Inga sé sterkur kandídat þar, en það eru nokkrar sem fylgja þar mjög fast á eftir.
Lélegust í reitarbolta? Íris og Thelma fá þann titil eftir æfingu um daginn.
Leyndur hæfileiki? Ég er einstaklega góð að finna allskyns hluti og ekki hluti sem mér tekst að meiða mig á. Einstaklega góð!
Sturluð staðreynd um þig?  Daman æfði samkvæmisdans í um 5 ár og ég á að baki einhver 6 Íslandsmót og bikarmót þar sem ég endaði alltaf á palli. Tango, samba og quickstep voru mín sérgrein!

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!