Á morgun, fimmtudaginn 13. mars fær meistaraflokkur kvenna lið Gróttu í heimsókn í OLÍS deildinni. Þetta er seinni leikur liðanna í deildinni í vetur. Þann fyrri sem fram fór 22. nóvember s.l. sigraði FRAM 23 – 22 með sigurmarki frá Ragnheiði Júlíusdóttur á loka sekúntu leiksins.
FRAM situr nú í 3. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 20 leiki. Grótta er hins vegar í 5. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 20 leiki.
FRAM og Grótta hafa í gegnum tíðina oft háð miklar rimmurá handboltavellinum. Síðustu þrjú tímabil hafa liðin leikið eina 10 leiki. FRAM hefur sigrað í níu leikjum en Grótta í einum en það var einmitt síðasti leikur liðanna leikur í 8 liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ í vetur.
FRAM hefur skorað 293 mörk í þessum leikjum eða 29,3 að meðaltali í leik. Grótta hefur skorað 209 mörk í þessum leikjum eða 20,9 að meðaltali í leik, samanber nánar hér að neðan:
Dags. |
|
Keppni |
lokatölur |
18. nóv. 2011 |
Grótta – FRAM |
Íslandsmót |
21 – 34 |
18. mars 2012 |
FRAM – Grótta |
Íslandsmót |
25 – 18 |
27. okt. 2012 |
FRAM – Grótta |
Íslandsmót |
29 – 18 |
9. feb. 2012 |
Grótta – FRAM |
Íslandsmót |
26 – 36 |
9. mars 2013 |
Grótta – FRAM |
Bikarkeppni HSÍ |
21 – 32 |
4. apríl 2013 |
FRAM – Grótta |
Íslandsm. – úrslit |
39 – 19 |
6. apríl 2013 |
Grótta – FRAM |
Íslandsm. – úrslit |
26 – 36 |
5. sept. 2013 |
Grótta – FRAM |
Subway mót |
21 – 25 |
22. nóv. 2013 |
Grótta – FRAM |
Íslandsmót |
22 – 23 |
5. feb. 2014 |
Grótta – FRAM |
Bikarkeppni HSÍ |
23 – 19 |
Leikurinn á morgun kemur til með að skipta miklu máli varðandi það hvar liðin enda í deildinni í vetur. Keppninn er mjög hörð milli Vals, FRAM, ÍBV og Gróttu um annað til fimmta sæti deildarinnar.
Auk þess hefur FRAM harma að hefna síðan í bikarleiknum í febrúar s.l.
FRAM þarf því á þér að halda og treystir á að fá góðan stuðning í leiknum á morgun, fimmtudaginn 13. mars kl. 20:00