fbpx
Anna Marzellíusardóttir vefur

Leikmannakynning – Anna Marzellíusardóttir

Anna MarzellíusardóttirNafn: Anna Marzellíusardóttir
Aldur: 23 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Gælunafn:  Hef alltaf verið kölluð Anna Massa. Annars kalla ísfirsku vinkonurnar mig stundum Annie (áður Annie Tequila) og kærastinn minn á það til að kalla mig Annie Mist, aðallega af því hann veit að ég þoli það ekki.
Staða á vellinum:  Kantur eða frammi. Finnst sjálfri skemmtilegast á kantinum.
Fyrri lið: Bí/Bolungarvík og stutt stopp í HK/Víking.
Besti samherjinn? Sillinn minn er dýrmætur félagi, innan sem utan vallar.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ekki hugmynd. Miðað við fyrri leikmannakynningar sýnist mér að við þurfum að henda í keppni og útkljá þetta mál. Helst fyrir Spán, svo sigurvegarinn geti valið einhverja vandræðalega refsingu fyrir þá sem lyftir minnstu.
Mesti sprellarinn í liðinu? Hendi í jafntefli á milli Áslaugar Ingu, Áslaugar Eikar og Evu Rutar hér. Svo er Hulda Mýrdal líka ein fyndin manneskja. Þessi listi er samt ekki tæmandi…
Fallegasti karlmaðurinn í Fram?  Ég þekki svo fáa í þessu liði, eru þetta ekki allt myndardrengir bara?
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram?  Ég er komin með valkvíðakast og farin að ofanda. Má ég sleppa þessari?
Fyndnasta mómentið með hópnum?  Þetta er líka mjög erfið spurning því það er úr mörgum mómentum að velja, jafnvel þó ég hafi bara verið hluti af þessum hóp í örfáa mánuði. Ég held í alvöru að við eyðum meiri tíma hlæjandi en ekki þegar við erum saman, þetta lið er non stop free comedy.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”?  Hafrafellsprinsessan Áslaug Inga Barðadóttir.
Lélegust í reitarbolta? Það er allavega mjög gaman þegar Íris er í miðjunni.
Leyndur hæfileiki?  Ég get gert hnút á kirsuberjastöngul með tungunni, það er víst eitthvað.
Sturluð staðreynd um þig?  Áður en vísindin eignuðust hug minn og hjarta þá reyndi ég fyrir mér í leiklistinni, en 12 ára gömul lék ég í Söngvaseið og sýndi m.a. í Þjóðleikhúsinu með forsetahjónin á fremsta bekk. Sama ár lék ég lítið aukahlutverk í Nóa Albinóa sem fór ekki betur en svo að ég endaði á gólfi klippiherbergisins. Keypti mér línuskauta fyrir launin samt þannig þetta var ekkert alslæmt þrátt fyrir sært stolt.
Drottning klefans: Kristjana (betur þekkt sem Spammstjana þessa dagana) hlýtur þennan titil, dugnaðarforkur með meiru.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!