Hjúskaparstaða: Einhleyp
Gælunafn: Slauga, Fluffy, svo hefur pabbi hennar Huldu stundum kallað mig Pepe Reina.
Staða á vellinum: Stend vörðin í markinu
Fyrri lið: BÍ/Bolungarvík og FC Drulluflottar
Besti samherjinn? Það er svo erfitt að gera upp á milli, en það er alltaf gott að hafa sterka varnarlínu fyrir framan mig, þá er minna að gera fyrir mig. En svo finnst mér alltaf gott að spila með henni Valdísi minni, hef spilað með henni síðustu 20 árin held ég.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ég held að ég slái þær nú allar út!
Mesti sprellarinn í liðinu? Hulda Mýrdal, langar að ættleiða hana!
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Aron Bjarna klárlega, svo koma mínir menn Gaui, Rabbi og Cardaklija þar fast á eftir.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Þóra á skrifstofunni, engin spurning!
Fyndnasta mómentið með hópnum? Ætli ég gefi henna Huldu Mýrdal það ekki, þegar hún tók okkur allar í kennslustund, ásamt leyndum aðdáanda Í sumarbústaðarferðinni hérna um árið. Annars eigum við svo mörg góð moment að það er erfitt að gera upp á milli.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Birna Sif og Kristjana hafa staðið sig vel í almannatengslum.
Lélegust i reitarbolta? Ekki ég allavega ! Thelma á held ég metið J
Leyndur hæfileiki? Ég á nokkra leynda hæfileika, en kýs að halda þeim leyndum! Annars er ég mjög góð að elda.
Sturluð staðreynd um þig? Ég gaf út matreiðsluþátt í 60´s stíl fyrir stelpurnar mínar, var að kenna þeim að elda hollan og góðan mat.. Þátturinn var kallaður “Klappað og klárt með Slaugu”
Drottning(ar) klefans? Þær eru nokkrar sem skipta þessu með sér. Hulda Mýrdal, Áslaug Eik, Eva Rut og Kristjana!
Knattspyrnufélagið FRAM