fbpx
Mjöll Einarsdóttir vefur

Leikmannakynning – Mjöll Einarsdóttir

Mjöll EinarsdóttirNafn: Mjöll Einarsdóttir
Aldur: 24 ára

Hjúskaparstaða: Snar singúl.
Gælunafn: Ég er nú yfirleitt bara kölluð Mjöll en það eru nöfn á borð við Mjalla og Mjölle sem heyrast ótt og títt.
Staða á vellinum: Ég ver rammann.
Fyrri lið: Jæja, þetta verður ritgerð. Ég byrjaði fyrstu 3 árin með Fjölni fór þaðan í Víking Reykjavík og þegar ég skipti þaðan prófaði ég öll lið landsins hugsa ég t.d Breiðablik, KR og ÍA en endaði í Val. Þaðan fór ég svo í Völsung og spilaði með Þór/KA/Völsung á sama tíma, svo skellti ég mér í nokkra leiki með GRV(Grindavík/Reynir/Víðir) en svo aftur heim á Hlíðarenda. Eftir það hætti ég um stund en byrjaði svo aftur og þá lá leiðin í Safamýrina og svo stutt stopp í HK/Víking en var ekki lengi að koma mér yfir í Safamýrina aftur.
Besti samherjinn? Besti samherjinn? Ég hugsa að ég verði að segja Valsliðið í heild sinni þegar Bjössi “litli” var að þjálfa okkur vorum óstöðvandi. Svo Hafrún þegar við vorum í Völsung hér í denn. Annars var solid að spila með Lilju og Bryndísi Maríu fyrir framan sig síðasta sumar.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ég ætla að skjóta á þrjár, Dagmar Ýr, Áslaug keeper og Margrét. Ég vil svo fá að sjá þær taka keppni.
Mesti sprellarinn í liðinu? Áslaug Eik og Eva Rut eru með yfirburði á þessu sviði.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Ég gef Húsvíkingnum þetta honum Hafþóri Mar.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Gyðjan hún Bryndís María.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Síðasta sumar báðum við, Eva Rut og Áslaug um pissustopp á leiðinni til Ólafsvíkur og létum rútuna svo bíða á meðan við tókum upp tónlistarvideo við frumsamið lag. Við pissuðum ekki.  Við æfðum sönginn alla leiðina og það vakti alls ekki mikla lukku meðal viðstaddra. Dagmar Ýr skipti til dæmis um rútu við fyrsta tækifæri og Haukur ætlaði að skilja okkur eftir. Tónlistarvideoið vakti hins vegar mikla lukku meðal liðsfélaga og allir eru búnir að fyrirgefa okkur.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Ég bara verð að segja Dagmar Ýr hún er svo lúmsk!
Lélegust í reitarbolta? Hulda nokkur Mýrdal og ég saman er hrikalegt combo!!
Leyndur hæfileiki? Ég er náttúrulega með óstjórnlega fallega söngrödd. Sjá hér: www.facebook.com/mjollevoiceover
Sturluð staðreynd um þig? Ég hef aldrei horft á Friends og svo klæði ég mig yfirleitt í sokka fyrst af öllum fötum eftir sturtu.
Drottning klefans? Síðasta sumar eyddu Sigga, Eva, Áslaug og ég allt of miklum tíma í klefanum og stjórnuðum líka allri tónlist. Við fengum iðulega skammir frá honum Rabba okkar, ýmist vegna hávaða eða að við ættum að drífa okkur því hann þyrfti að fara að þrífa klefann.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!