fbpx
Dagmar Ýr Arnardóttir vefur

Leikmannakynning – Dagmar Ýr Arnardóttir

Dagmar Ýr ArnardóttirNafn: Dagmar Ýr Arnardóttir
Aldur: Tuttugu og eitthvað.

Hjúskaparstaða: Harðgift skólabókum.
Gælunafn: Marri af sumum annars ekki mikið um þau.
Staða á vellinum: Finnur mig yfirleitt á vappi í kringum miðjuhringinn.
Fyrri lið: Bliki í húð og hár, en kann voða vel við mig í þessum bláa svona komin á gamals aldur.
Besti samherjinn: Sakna hennar Jónu soldið. En annars er fínt að hafa Bibbuna með mér, eina sem lætur mig heyra það.
Hver tekur mest í bekkpressu: Eins gott að það sé ég, ef ekki þá þarf ég að fara taka mig á í lyftingarsalnum.
Mesti sprellarinn: Áslaugarnar tvær, Hulda og Eva. Þær eru svaðalegt combó!
Fallegasti karlmaðurinn í Fram: Mjöll.
Fallegasti kvenmaðurinn: Besti roomie inn minn hún Bibba.
Fyndnasta mómentið með hópnum: Ætli séu ekki bara flestar stundir með þeim. Efast ekki um að það muni eitthvað standa uppúr eftir þessa spánarferð samt.
Besti leikmaður utan vallar: Ég ætla gefa henni Siggu þennann heiður. Er eflaust að gera allt vitlaust þarna suður frá á Spáni.
Lélegust í reitarbolta: Ætli Áslaug markmaður fái ekki þennan titil.
Leyndur hæfileiki: Tjaa… Fólk hefur allavega oft öfundað mig af frumlegheitum þegar kemur að því að búa til nesti.
Sturluð staðreynd um þig: Get sett ofan í mig allt sem á að teljast ætilegur matur, nema Rojal búðing og pylsur.
Drottning klefans: Veit ekki alveg hvernig staðan er akkurat núna en mér þykir ánægjulegt að vita til þess að fólk sé mögulega farið að nota aðstöðuna svo ég verði ekki alltaf ein í sturtu eftir æfingar.

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email