fbpx
Bryndís María Theódórsdóttir vefur

Leikmannakynning – Bryndís María Theodórsdóttir

Bryndís María TheódórsdóttirNafn: Bryndís María Theodórsdóttir
Aldur: 27 ára

Hjúskaparstaða: Einhleyp
Gælunafn: Hér er langan lista að finna, en ætli Bibba, Búbbís og Theo standi ekki efst á vinsældalistanum. Annars er ég líkleg til að svara öllum gælunöfnum sem byrja á B.
Staða á vellinum: Varnarsinnað tröll.
Fyrri lið: Breiðablik, Afturelding, Blue Raiders og BK Skjold.
Besti samherjinn? Lilja Gunnars var minn maður síðasta sumar.
Hver tekur mest í bekkpressu? Æfingapartnerinn og vinkona mín hér í DK eða Dýrið eins og ég kýs að kalla hana lætur mig heldur betur líta illa út í ræktinni.
Mesti sprellarinn í liðinu? Áslaugarnar tvær eru atvinnumenn í þessari grein, hvor á sinn hátt. Annars hef ég ekki enn fengið að kynnast nýju leikmönnunum.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Hverjir eru í þessu Fram-liði núna? Kveðja Útlendingurinn. Ætli myndalegasti maðurinn sé ekki farinn í KR.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram?  Má setja mann í þessa stöðu. Úllen DúllenDoff…..Kristjana Skvíza.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Það móment mun eflaust koma á Spáni enda er hópurinn stútfullur af uppátækjasömum og bráðfyndnum dömum. Bíð afar spennt.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Gef systur minni Thelmu heiðurinn af þessum titli. Allavega besti nýliðinn.
Lélegust í reitarbolta? Þegar ég fór síðast í reitarbolta í Safamýrinni fór ég frekar illa með Dagmar Mýrdal sem þurfti að vera vel gyrt í nokkuð langan tíma (enda gat hún ekki haldið klofinu á sér lokuðu).
Leyndur hæfileiki? Hugsa að hann sé enn leyndur og muni fyrst koma fram eftir nokkur ár. Hinsvegar á ég nokkra ömmutakta með prjónana og við saumavélina svo það má segja að ég sé mjög góð í höndunum.
Sturluð staðreynd um þig?  Á létt klikkaða hlið af sjálfri mér þó svo flestir haldi að ég sé pollróleg og andi stundum ekki.
Drottning klefans?  Sturtuklefa-drottningarnar frá síðasta sumri voru klárlega Mjöll og Áslaug yngri með ferðastólana sína.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!