fbpx
Ólafur Magnússon vefur

FRAM – FH, 25 – 28

SvavarVið FRAMarar áttum ekki nógu gott kvöld í Safamýrinni þegar við mættum vöskum drengjum úr Hafnarfirði.  Leikurinn byrjaði illa, vörnin var slök, okkur voru mislagðar hendur í sókninni og markvarslan enginn.  Þetta er ekki góð uppskrift að handboltaleik og niðurstaðan í kvöld því tap.
Eins og áður sagði byrjuðum við leikinn illa í kvöld og náðum okkur ekki á strik fyrr en langt var liðið á hálfleikinn. Við vorum því bara nokkuð sáttir þegar við gengum til hálfleiks með tvö mörk í mínus, staðan í hálfleik 13-15. Mér fannst eins og við værum að ná áttum og smá tökum á leiknum og því bjartsýn fyrir seinni hálfleikinn. En bjartsýni mín skilar svo sem engu inni á vellinum. Seinni hálfleikur var aðeins betri framan af en síðan misstum við tökin og andstæðingarnir gengu á lagið og náðu að mig minnir 7 marka forrustu á tímabili og leikurinn tapaður. En okkur til hrós þá náðum við með smá geðveiki í restina og góðri frammistöðu Svavars í markinu að laga stöðuna og setja smá spennu í blálokin en það var ekki nóg í kvöld. Lokastaðan 25-28.
Við vorum ekki nógu beyttir í kvöld það vantaði upp á vörnina á köflum og við réðum illa við Ragnar sem var góður í kvöld. Sóknin var þokkaleg á köflum en við fórum  illa með góð færi sem kannski hefði komið okkur inn í leikinn og markvarslan var frekar slök þar til Svavar tók smá syrpu í lokin.
Niðurstaðan í kvöld var því sanngjarnt tap í leik þar sem við náðum ekki að sýna okkar besta.
Dómarar leikisins voru að vanda slakir og verða sennilega aldrei betri þó þeir dæmi þúsund leiki en  gerðu sitt besta eins aðrir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!