Nafn: Þóra Rut Jónsdóttir
Aldur: 21
Hjúskaparstaða: Einhleyp
Gælunafn: Heima á Íslandi er minna um gælunöfn en hér á Ítalíu eru þau orðin frekar mörg, Dóra, Póra en Bóra er án efa minnst vinsælt af minni hálfu.
Staða á vellinum: Vinstri/hægri kantur
Fyrri lið: Fædd og uppalin hjá Tindastól
Besti samherjinn: Dagmar Ýr og Hulda Mýrdal
Hver tekur mest í bekkpressu: Dagmar Ýr finnst mér afar líkleg, en ég hef fulla trú á Fjólu þegar hún hættir að vera 17 ára.
Mesti sprellarinn í liðinu: Án efa Áslaug Inga, aldrei verið jafn vandræðaleg og þegar ég fékk dansinn frá henni í fyrsta leiknum mínum með Fram.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram: Er ekki búin að skoða úrvalið nógu vel til að geta sagt en Cardaklija kemur sterkur inn.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram: Meðalfegurðin í liðinu rauk upp þegar Margrét bættist í hópinn, en annars er Kristjana svo sæt og fín.
Fyndnasta mómentið med hópnum: Pottaatriðið í sumarbústaðaferðinni okkar verður seint gleymt, langar virkilega að vita hvað eftirlitsmaðurinn var þarna lengi.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”: Áslaug Inga klárlega
Lélegust í reitarbolta: Mjöll!! En bara af því að hún eyðir tímanum frekar í að gera grín að mér heldur en að einbeita sér að leiknum!
Leyndur hæfileiki: Ég er orðin virkilega góð í því að þykjast skilja ítölsku. Annars dettur mér ekkert annað sérstakt í hug.
Sturluð staðreynd: Ég hef gefið út geisladisk (don’t ask!)
Drottning klefans: Áslaug Eik og Eva Rut deila þessum titli!
Knattspyrnudeild FRAM