Stelpurnar okkar léku sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í gær þegar þær mættu liði Fjölnis. Leikurinn var fjörugur og Fjölnismenn misstu mann af leikvelli á 25 mín en staðan í hálfleik engu að síður 0-0. Síðar hálfleikur þróaðist svipað og sá fyrri hörkuleikur þar sem tekist var á um allan völl. Það fór svo að eitthvað varð að láta undan og á 4 mín kafla skoruðu bæði lið mark sem urðu lokatölur í leiknum. Það var Anna Marzellíusardóttir sem gerði mark FRAM á 59 mín.
Jákvætt að sjá að hópurinn okkar er að þéttast og leikmenn að koma inn í hópinn að nýju en mikil forföll hafa verið í liðinu á síðustu vikum. Góð byrjun á nýju mót.
ÁFRAM FRAM