Leik FRAM og BÍ/Bolungarvíkur sem leika átti á laugardag kl. 15:00 hefur verið frestað vegna ófærðar.
Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur komast ekki suður sökum ófærðar og því verður fundinn annar leikdagur á þennan leik.
Líklega verður leikið í Úlfarsárdal þegar drengirnir okkar koma aftur úr æfingaferð til Spánar en þeir stefna suður á bóginn næstkomandi þriðjudag. Nú er komið í ljós að leikurinn verður leikinn í Úlfarsárdal föstudaginn 4. apríl kl. 18:00. Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM