Marthe Sördal hefur verið tekinn inn í landsliðshópinn sem leikur við Frakka tvo leiki í næstu viku í undankeppni EM. Ágúst Jóhannsson kallaði Marthe inní landsliðshópinn þar sem Hanna Guðrún Stefánsdóttir hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.
Marthe hefur leikið tvo leiki með A landslið Íslands og skorað í þeim 1 mark.
Marthe hefur leikið mjög vel með FRAM í vetur og hefur skorað 71 mark í 19 leikjum með liðinu.
Handknatteliksdeild FRAM óskar henni til hamingju með landsliðssætið og óskar henni og landsliðinu góðs gengis í leikjunum við Frakka sem fara fram 26. mars hér heima og 29. mars í Frakklandi.
ÁFRAM FRAM