Stelpurnar okkar unnu góðan sigur á Haukum í síðasta leik sínum í deildarkeppni Olisdeildarinnar.
Leikurinn var jafn og nokkuð spennandi, staðan í hálfleik var jöfn 11 – 11. En þegar líða tók á leikinn náðu stelpurnar okkar tökum á verkefninu og 3 marka sigur staðreynd 19 – 22.
Þessi sigur tryggði stelpunum 4 sætið í deildinni og heimaleikja rétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst sunnudaginn 6. apríl. Þar mætum við liði Gróttu sem verður eflaust spennandi verkefni. Vel gert stelpur og nú er bara að undirbúa sig rétt fyrir úrslitakeppnina.
ÁFRAM FRAM