Það verður frekar róleg vika hérna hjá okkur í FRAM þar sem mfl. kvenna í handboltanum hefur lokið deildakeppninni í ár og núna er landsleikja vika hjá stelpunum. Mfl. ka í fótbolta heldur á morgun í æfingaferð til Spánar og munu dvelja þar næstu vikuna. Það eru því bara tveir leiki hjá meistaraflokkum okkar í vikunni, mfl.ka. handbolta leikur á fimmtudag við HK á útivelli og stelpurnar okkar í fótboltanum leika við Víking Ó á laugardag í Úlfarsárdalnum.