fbpx
huldacropped

Leikmannakynning – Hulda Dagsdóttir

huldaFullt nafn: Hulda Dagsdóttir

Starf/nám: Er í Borgarholtsskóla á afreks- og náttúrufræðibraut.

Gælunafn: Ég er kölluð Kjúllinn í Safamýri

Aldur:  17 ára gömul

Hjúskaparstaða? Einhleyp eins og stendur

Börn? Ég á enga krakka

Af hverju FRAM? Fram er frábært og árangursríkt félag sem heldur vel utan um iðkendur sína.

Landsleikir: ég hef ekki spilað neinn landsleik ennþá.

Titlar: Reykjavíkurmeistari, Íslandsmeistari, Bikarmeistari, Deildarmeistari og auðvitað Subway meistari.

Hvernig síma áttu? Samsung

Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég held að þættirnir Walking dead standi upp úr.

Uppáhalds vefsíður: Facebook er það ekki?



Besta bíómyndin? Það verða að vera Free Willy myndirnar. Gamlar og góðar.

Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta nánast á hvað sem er.


Uppáhaldsdrykkur: ég verð bara að segja Kók

Hvað finnst þér best að borða á leikdegi? Ég fæ mér oftast eitthvað hollt og gott eins og pasta eða kjúkling.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Helst eitthvað sem ég get sungið með.

Ertu hjátrúarfull/ur fyrir leiki?

Hver vinnur HM 2014 í fótbolta:  ég fylgist ekkert með fótbolta

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ef maður sjálfur verður ekki pirraður og brosir framan í hann.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? FH

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég verð að sleppa þessari

Erfiðasti andstæðingur? Línumennirnir eru alltaf pirrandi



Ekki erfiðasti andstæðingur? Hafdís Lilja Torfadóttir í fótbolta.

Besti samherjinn? Það er frábært að spila með Heklu Rún Ámundadóttur.

Sætasti sigurinn? Það verður að vera bikarúrslitaleikurinn í ár 2014


Uppáhaldslið í enska boltanum? Arsenal



Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben.

Eitthvað að lokum? Held þetta sé komið.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!