Það má segja að sigurinn í kvöld á HK hafi verið vinnu sigur, leikurinn var ekki mikið fyrir augað, frekar hægur og fátt um almenn skemmtilegheit. Góður sigur engu að síður og mikilvæg stig í hús.
Við FRAMarar gerðum bara það sem þurfti í kvöld og öruggur sigur staðreynd 23-29.
Fyrri hálfleikur var frekar slakur að mér fannst, við þó með forskot að mestu en lentum undir einu sinni eftir 4 marka kafla HK en eftir það var leikurinn aldrei í hættu og í raun slakt að gera ekki út um þennan leik strax í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 12-14.
Við mættum aðeins sprækari í seinni hálfleikinn og náðum fljótlega 4-5 marka forrustu og þar með var björninn unninn. Við þurftum bara að spila þennan leik af hálfum hug til að vinna en það má svo sem ekki taka það af mömmun að það þurfti að leggja pínu í þetta því það erum margir ljómandi leikmenn í liði HK í dag. Leikurinn vannst sem sagt 23-29 og varla svita dropi á mönnum eftir leikinn.
Þessi leikur fer sem sagt ekki í metabækurnar en hann fer vonandi í reynslubankann og stigin eru mikilvæg eins og alltaf.
Við eigum flottan hóp af strákum og mönnum sem geta náð langt ef þeir vilja, nú þarf að nýta næstu tvær vikur vel halda sér í góðu formi og undirbúa sig vel fyrir loka átökin sem verða leikin á 5 dögum 10 og 14. apríl. Þann 10. apríl fáum við ÍR í heimsókn í Safamýrina, síðan förum við á Hlíðarenda 14. apríl og mætum Valsmömmun sem verður loka leikur Íslandsmótsins þetta árið. Eftir þann leik verður ljóst hvort við leikum meira þ.e ef við verðum ekki búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina sem við getum gert með sigri á ÍR á heimavelli 10. apríl. Það eru því spennandi og skemmtilegir tímar framundan, það verður fróðlegt að sjá úr hverjum við erum gerðir núna á lokasprettinum. Ég hef eins og alltaf tröllatrú á strákunum okkar, þeir geta farið alla leið ef þeir bara trúa því og vilja.
ÁFRAM FRAM