fbpx
Mfl Fram Spánn 1 vefur

Fram á Spáni

Mfl Fram Spánn 1Mfl Fram Spánn 2Mfl Fram Spánn 3Meistarflokkur Fram í knattspyrnu dvelur nú við æfingar í Campomar við Torrevieja á Spáni. Liðið hélt utan á þriðjudagsmorgun og verður á Spáni í viku. Alls fóru 23 leikmenn í ferðina auk Bjarna Guðjónsonar þjálfara, Úlfs Blandon aðstoðarþjálfara og hinnar ómissandi Þuru. Þá er Sverrir Einarsson formaður stjórnar knattspyrnudeildar með í för. Ekki stendur til að spila æfingaleik í ferðinni heldur verða dagarnir nýttir til æfinga, farið verður yfir taktík og hópurinn hristur saman fyrir Pepsí-deildina sem hefst eftir rúman mánuð.
Almenn gleði og ánægja ríkir í hópnum og menn hæstánægðir með æfingaaðstöðu og veður.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email