fbpx
Mfl Fram Spánn 1 vefur

Fram á Spáni

Mfl Fram Spánn 1Mfl Fram Spánn 2Mfl Fram Spánn 3Meistarflokkur Fram í knattspyrnu dvelur nú við æfingar í Campomar við Torrevieja á Spáni. Liðið hélt utan á þriðjudagsmorgun og verður á Spáni í viku. Alls fóru 23 leikmenn í ferðina auk Bjarna Guðjónsonar þjálfara, Úlfs Blandon aðstoðarþjálfara og hinnar ómissandi Þuru. Þá er Sverrir Einarsson formaður stjórnar knattspyrnudeildar með í för. Ekki stendur til að spila æfingaleik í ferðinni heldur verða dagarnir nýttir til æfinga, farið verður yfir taktík og hópurinn hristur saman fyrir Pepsí-deildina sem hefst eftir rúman mánuð.
Almenn gleði og ánægja ríkir í hópnum og menn hæstánægðir með æfingaaðstöðu og veður.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!