Rvikmótið hjá okkur gengur afar vel i yngri flokkum FRAM þessa daganna.
Ánægjulegt að sjá 5 .fl kk A lið er á toppnum núna sömuleiðis er 4 fl kk a , b og c lið eru kominn í 4 liða A úrslit . Eftir hetjulega baráttu var 3 fl kk A lið hársbreidd frá þvi að komast i A úrslit og 2 fl kk er efstur og kominn i A úrslit.
Kvennaflokkarnir okkar eru komnir styttra í mótinu en kvennaboltinn lofar góðu fyrir framtíðina. Frábær árangur og sýnir vel þann uppgang sem á sér stað í Fram fótboltanum vorið 2014.
Vonandi verður sumarið sem er framundan jafn gjöfult og skemmtilegt sem og veturinn hefur verið.
Iðkendum fjölgar í fótboltanum og með hækkandi sól og grænu grasi verður gaman að fylgjast með sprækum leikmönnum FRAM næstu mánuði.
Unglingaráð Knattspyrnudeildar FRAM