Stelpurnar okkar voru ekki í vandræðum með að leggja Víkings stelpur frá Ólafsvík í Úlfarsárdalnum í dag. FRAM stelpur mættu af krafti í leikinn og eftir 23 mín leik var staðan 3-0 fyrir okkur. Stelpurnar voru ekki hættar því rétt fyrir hálfleik bættu þær svo við fjórða markinu og staðan í hálfleik 4-0.Síðar hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri við meira með boltann og skopuðum okkur ágæt færi en náðum samt ekki að bæta við mörkum að ráði. Leikurinn endað með 5-0 sigri okkar stúlkna sem eru vel ásættanleg úrslit.
Flottur leikur hjá FRAM stelpum og gott veganesti fyrir æfingaferðina til Spánar í næstu viku.
Góða ferð stelpur og flottur sigur í dag.
Mörk FRAM í leiknum gerðu:
Margrét Regína Grétarsdóttir gerði þrennu á 1, 23 og 39 mín.
Fjóla Sigurðardóttir gerði 1 mark á 13 mín.
Íris Björk Róbertdóttir skoraði svo loka markið á 80 mín.
ÁFRAM FRAM