fbpx
Marta flott vefur

Tap í gegn Gróttu í kvöld

Sigurbjorg Hk vefurStelpurnar okkar mættu í kvöld Gróttu í fyrsta leik sínum í  8 liða úrslitum Olísdeildarinnar. Leikurinn í kvöld var eins og við mátti búast, bæði þessi lið geta spila góða vörn með fína markverði en bæði liðin eru í vandræðum með sóknarleikinn.
Það kom því ekki á óvart hvernig fyrri hálfleikur spilaðist,  jafnt á flestum tölum og leikurinn í jafnvægi.  Staðan í hálfleik 11 -11.  Þetta var svona venjulegur leikur hjá þessum liðum, liðin spiluðu góða vörn og markvarslan alveg þolanleg sem sagt ekkert óvænt í fyrri hálfleik.
Það var svo í síðari hálfleik að það fór að draga til tíðinda, við FRAMarar fórum að spila verulega illa, fórum illa með mörg færi í sókninni, varnarleikurinn datt gjörsamlega niður og tæknifeilar urðu sífellt fleiri þegar líða tók á hálfleikinn.  Það fór því þannig að við misstum tökin á leiknum og lentum 4 mörkum undir þegar 13 mínútur voru eftir en þá kom smá kafli þar sem vörnin small en það varði of stutt.  Lokatölur í kvöld 22-26 tap.  Það voru veruleg vonbrigði að horfa á leik FRAM í seinni hálfleik þá sér í lagi okkar yngri leikmenn sem voru algjörlega úti á þekju og skiluðu mjög litlu í kvöld.  Það voru þær eldri sem héldu liðinu á floti en það vantaði framlag frá fleiri leikmönnum.  Sumar nenntu ekki að hlaupa tilbaka eftir misstök og það á hreinlega ekki að sjást í úrslitakeppni á Íslandsmóti.  Varnarleikurinn var mjög gloppóttur og þar vantaði vinnusemi og einbeitingu að mér fannst.
En þetta var bara leikur 1 af mörgum sem við getum átt í vændum þ.e ef við höfum áhuga á því að spila meira í vetur.   Næsti leikur er á miðvikudag á Nesinu og þá erum við upp við hinn fræga vegg og verðum að sækja sigur  til að fá odda leik á heimavelli á laugardag.  Það er allt hægt í þessari íþrótta stelpur og enginn ástæða til hengja haus.  Mæta bara feskar á æfingu á morgun og gefa svo allt í leikinn á miðvikudag kl. 19:30. Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email