fbpx
Sigurbjörg vefur

Stelpurnar okkar hafa lokið keppni í Olís-deildinn þetta tímabilið

Mfl.kv. 2013-2014Jæja þetta fór þá svo að stelpurnar okkar hafa lokið keppni í Olís-deildinn í ár.  Þær höfðu sem sagt ekki erindi sem erfiði í kvöld og ósigur í kvöld þýðir að liðið er komið í snemmbúið sumarfrí þetta árið.
Leikurinn í kvöld var spennandi og skemmtilegur jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik eins og svo oft áður í leikjum þessara liða í vetur.  Við höfðum þó heldur yfirhöndina og staðan í hálfleik 12-13.
Það var svo byrjunin í  seinni hálfleik sem varð okkur að falli því við skoruðum ekki mark fyrstu 13 mín hálfleiksins og það gengur ekki í svona leikjum.  Við náðum samt að koma okkur inn í leikinn aftur og áttum möguleika á því að komast yfir en nýttum það ekki og niðurstaðan í kvöld 22-21.

Árangurinn í vetur er alveg þokkalegur og enginn ástæða til að hengja haus lengur en fram á kvöldið.  Ég held samt að við hefðum getað gert betur en það sem við sýndum í síðustu leikjum mótsins.
Þið eruð samt flottastar. Nánar um leikinn á eftir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email