Varnarmaðurinn Ingiberg Ólafur Jónsson skrifaði í dag undir 3 ára samning við Fram. Leikmaðurinn er 19 ára og uppalinn í Breiðabliki þar sem hann var í lykilhlutverki í 95 árgangi félagsins sem var með afbrigðum sigursæll. Hann getur bæði leikið sem miðvörður og hægri bakvörður.
Ingiberg Ólafur hefur leikið 4 leiki með U17 og hann lék 8 leiki með Þrótti í 1. deild á síðasta ári.
Fram fagnar því að hafa náð samningum við Inga Óla og hlakkar til samstarfsins.