fbpx
Stefán  og Róbert aron ibv vefur

Súrt tap í Safamýrinni í kvöld

ÓLiNú veit ég ekki alveg hvar skal byrja eftir þennan leik í kvöld, hann var dálítð undarlegur af okkar hálfu og þeirra tveggja sem sáu um dómgæsluna sem voru dálítð undanlegri en flestir aðrir í húsin og þá sér í lagi í fyrri hálfleik.  Þeir voru greinilega þreyttir og einbeytingarlausir í kvöld að það kann ekki góðri lukku að stýra, en hvað um það.
Við FRAMarar voru ekki alveg sjálfum okkur líkir í kvöld, vörnin náði sér aldrei á strik, töpuðum mikið maður á mann og vinnslan á mönnum ekki nógu góð, við töpuðum leiknum á því að vörnin var ekki að skila því sem hún á að geta.    Sóknarlega vorum við svo sem á pari  en gerðum okkur seka um að nýta ekki upplögð tækifæri og það telur verulega í svona jöfnum leikjum.  Markvarslan er svo sér kapituli því hún var hreinlega slök í kvöld og alls ekki hægt að skella allri skuld á varnarleikinn þó hann hafi ekki verið til fyrirmyndar. Drengir það þarf að gera betur en þetta.
Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi, jafnt á flestum tölum við með forskot framan af en misstum tökin undir lok hálfleiksins.  Rautt spjald á Stefán Baldvin toppaði eiginlega vitleysuna í dómgæslunni sem var sérlega illa dæmdur og ósamræmið í dómum algjört.  Staðan í hálfleik 14-15.
Við mættum illa til leiks í síðari hálfleik og lentum fljótlega undir og eftir 10 mín leik vorum við orðnir 5 mörkum undir og á brattan að sækja.  Við náðum að koma okkur inn í leikinn aftur en það er bara erfitt að þurfa að vinna svona mun upp auk þess sem við nýttum illa dauðafæri  sem þó buðust.  Niðurstaðan í kvöld var því súrt og sennilega sanngjarnt tap 26-28.
Þetta þýðir að við verðum að vinna Val á mánudag til að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni, það er verðugt verkefni en alls ekki ómögulegt við þurfum bara að mæta til leiks allir sem einn og leggja allt sem við getum í leikinn, meira biðjum við ekki um.   Vona svo sannarlega að dómarar leiksins bíti nú ekki höfuðið af skömminni með því að skila inn skýrslu á Stefán Baldvin því að væri verulega ósanngjarnt og lítillmannlegt af þeim félögum. Þetta brot verðskuldar ekki rautt spjald og alls ekki leikbann.

Allir að mæta á mánudag og styðja drengina á Hlíðarenda, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!