Við FRAMarar höfum lokið keppni í Lengjubikarnum þetta árið. Ný styttist hins vegar í alvöruna enda einungis rúmar þrjár vikur í að Pepsi-deildin hefjist. Undirbúningur FRAMliðsins gengur vel og á næstunni eru fyrirhugaðir tveir æfingaleikir. Í fyrri leiknum mætum við Leiknismönnum á gervigrasvellinum okkar í Úlfarsárdal. Sá leikur fer fram miðvikudaginn 16.apríl kl. 18:30. Á annan í páskum mætum við svo Víðismönnum á grasi á Garðskaga og hefst leikurinn kl. 16:00.
16.apríl kl. 18:30 FRAM-Leiknir FRAMvöllur í Úlfarsárdal
21.apríl kl. 16:00 Víðir-FRAM Garðskagavöllur
Áfram FRAM!