fbpx
4.fl.kv

4. fl. kv. Deildarmeistarar

4.fl.kvStelpurnar okkar í 4.fl.kv.eldra ár, stelpur fæddar 1998 urðu í gær Deildarmeistarar í 2 deild Íslandsmótis í handbolta.
Stelpurnar unnu í gær sinn 11 sigur í deildinni með flottum sigri á KR 19-25 og tryggðu sér þar með sigur í deildinni.  Stelpurnar hafa verið að spila afar vel í vetur og unnu til að mynda deildarmeistara 1 deildar í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum og í kjölfarið sigur í Coka Cola bikarnum.  Stelpurnar eru þar með komnar í 8 liða úrslit Íslandsmótsins og verður fróðlegt að fylgjast með þeim í næstu leikjum.

Vel gert stelpur og til hamingju.

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!