fbpx
Hekla í leik HK vefur

Hekla, Karólína og Ragnheiður í U-20 landslið Íslands

ragnheidurheklakarolinaValinn hefur verið 16 manna lokahópur U-20 ára landsliðs kvenna.  Um páskana, 18.-20.apríl, mun liðið leika hér á Íslandi í undanriðli ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í lokakeppni HM sem fram fer í Króatíu í sumar.
Við FRAMarar erum stoltir af því þegar leikmenn okkar eru valdir í landslið Íslands og að þessu sinni eigum við
3 leikmenn í þessu lokahópi. Þær eru:
Hekla Rún Ámundadóttir                                Fram
Karólína Vilborg Torfadóttir                           Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir                                  Fram

Leikir liðsins verða eftirfarandi:
18.apríl kl. 14:00  Ísland – Úkraína
19.apríl kl. 14:00  Ísland – Rúmenía
20.apríl kl. 16:00  Ísland – Slóvenía

Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0