fbpx
Elías vefur

5 sætið í Olísdeildinni staðreynd þetta árið

lididJá þannig lauk þessum  annars flotta vetri hjá strákunum okkar í handboltanum.  Tap var niðurstaðan í kvöld en það var auðvitað ljóst að það yrði erfitt að sækja bæði stigin á Hlíðarenda í kvöld.   Þó ekkert sé ómögulegt í íþróttum þá var þetta ofstór biti fyrir okkar lið og ekkert við því að segja.
Leikurinn í kvöld byrjað ljómandi vel kraftur í okkar strákum og létt yfir liðinu staðan 9-4 að mig minnir eftir 13 mín leik. Þá breyttu andstæðingarnir um vörn og það gerði okkur ekki gott, við fórum að hiksta í sókninni ásamt því að gera alltof marga tæknifeila og áður en við náðum að snúa okkur við, var staðan orðin jöfn og aðeins meira en það.  Staðan í hálfleik var þó ekkert slæm 12-11 og allt opið.
Síðar hálfleikur byrja eins og sá fyrr alveg ljómandi vel  við með tók á leiknum en í stöðunni að mig minnir 14-17 fór allt í baklás aftur.  Stefán Baldvin meiddist og þá var eins við misstum einhvern neista og sóknarleikurinn hreinlega hrundi ásamt því að við fengum á okkur ódýr mörk.  Undir lokin urðum við svo að taka ákveðna áhættu og brjóta leikinn upp en það gekk ekki og því fór sem fór.
Lokatölur í kvöld 26 -19.
Það er dálítið súrt að hugsa til þess að við hefðu getað náð inn í úrslitakeppnina og hefðum kannski alveg eins átt það skilið því FRAM liðið er búið að spila ótrúlega vel í mörgum leikjum í vetur. Liðið hefur spilað frábæran varnarleik mest allt mótið og til marks um það er FRAM liðið búið að fá á sig næst fæst mörk í vetur en bara Deildarmeistararnir eru  með færri mörk á sig.  En það sem hefur vantað uppá er sóknarleikurinn  þar eigum við aðeins í landa með fæst mörk skoruð í deildinni, af þessu má sjá að liðið hefur náð frábærum árangri í vetur og bara hægt að bæta ofan á þetta næstu árin.  Þetta er því vel ásættanlegur árangur þetta árið og það býr mikið í strákunum okkar, Guðlaugur þjálfari og hans teymi á heiður skilið fyrir sitt framlag í vetur unnið vel úr þeim leikmönnum sem voru tilstaðar þegar hann tók við.

Glæsilegt FRAMarar og til hamingju með veturinn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!