Fullt nafn: Ragnar Þór Kjartansson
Starf/nám: Nemi á viðskipabraut í Verszlunarskóla Íslands
Gælunafn: Oftast kallaður bara Raggi en það kemur fyrir að Garðar og Óli kalla mig fermingarstrákinn, því þeir halda nefnilega að þeir séu svo gamlir.
Aldur: 17 að verða 18 ára í maí.
Hjúskaparstaða? Bara upp og niður.
Börn? Neiii það ég held nú ekki.
Af hverju FRAM? Það hefur bara í raun verið eina liðið í boði þar sem ég kem úr mikilli Fram fjölskyldu, sem er gott!
Landsleikir: Vorum að telja þetta um daginn og þeir voru á bilinu 16-19 yngri landsleikir.
Titlar: Íslandsmeistarar í 4 fl. kk árið 2012 eftir eftirminnilegan sigur og síðan auðvitað margfaldur Rvk-meistari.
Hvernig síma áttu? Iphone 4S
Uppáhaldssjónvarpsefni? Family guy, American dad, New girl, Suits, Supernatural, The mentalist, True detective og Friends! Oftar en ekki sofna ég yfir þessum þáttum.
Uppáhalds vefsíður: Facebook, mbl, fotbolti.net og fram.is!
Besta bíómyndin? Þeir sem þekkja mig vil vita að ég er mikill Spider-man aðdáendi og ég dýrka þær myndir, en þær eru ekki bestar, heldur eru það The dark knight, Lord of the Rings og Van helsing!
Hvernig tónlist hlustar þú á? Margir hafa nú kvartað yfir mínum tónlistarsmekk, en ég get nú hlutstað á næstum allt myndi ég halda.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og nýmjólk
Hvað finnst þér best að borða á leikdegi? Orðin venja að fá mér góðan Boozt með jarðaberja/bláberja skyri, Sóma blandaðir ávextir jógurt, mangó, engiferi, jarðaberjum, bláberjum, banana og heilsusafa…Váá
Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Bara eitthvað lag sem einhver gella syngur viðlagið, virkar oftast.
Ertu hjátrúarfull/ur fyrir leiki? Nei, var það einu sinni, klæddi mig þá alltaf í letiföt á leikdegi en núna pælir maður ekkert í þessu.
Hver vinnur HM 2014 í fótbolta: Sko mig langar að segja Þýskaland því þeir eru með vin min Thomas Muller og eru bara fáranlega góðir eða Italía því þeir eru líklega með svalasta leikmenn heims, Pirlo og eru auðvitað mjög góðir en ég er nokkuð viss um að Brasilía vinni mótið því þeir eru að spila á heimavelli sem gæti reynst öðrum liðum erfitt.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Bara rústa honum og hlæja að honum þegar hann er lélegur.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Gróttu og Selfoss
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Matthew Mcconaughey klárlega
Erfiðasti andstæðingur? Skooooo ætla að segja Sigfús Páll í knattspyrnu, hann getur farið í taugarnar á mér í fótboltanum í upphitum þar hann sem les aðra hverja sendingu hjá okkur í yngra liðinu.
Ekki erfiðasti andstæðingur? Garðar Sigurjóns í knattspyrnu, ég vinn hann alltaf…
Besti samherjinn? Arnar Feyr Arnarsson, jafnaldri minn, við höfum náð að myndi mjög gott samband inni á vellinum bæði vörn og sókn.
Sætasti sigurinn? Þegar við urðum Íslandsmeistarar í 4 fl. árið 2012 eftir sigur gegn Gróttu 26-25, þar sem ég skoraði úr vítakasti þegar 15 sek voru eftir að leiknum. Vááá.
Uppáhaldslið í enska boltanum? Arsenal, en þeir ætla víst að skíta á sig eina ferðina enn en þeir vinna nú vonandi FA-bikarinn, #Wengerout!
Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi ben klárlega, ekkert jafn skemmtilegt og hlusta á hann lýsa, sérstaklega El clasico.
Eitthvað að lokum? Já, sagan af mér á undirbúningstímabilinu þegar við vorum á Ak city er ekki sönn.