fbpx
Arnar Arnarsson

Leikmannakynning – Arnar Freyr Arnarsson

Arnar Freyr ArnarsFullt nafn: Arnar Freyr Arnarsson

Starf/nám: Verzlunarskóli Íslands

Gælunafn: Það heita svo margir Arnar í Fram að ég er þessi heppni að vera bara kallaður Arnar

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða? Einhleypur eins og er.

Börn? Enginn.

Af hverju FRAM? Því fram er í hverfinu mínu sem ég bý í (Grafarholt) og fram er bara gott handbolta félag.

Landsleikir: úff ætli það séu ekki um 20 leikir, allir með yngri landsliðum

Titlar: stærsti var Íslandsmeistara titillinn í 4.fl, en svo höfum við verið Reykjavíkur meistarar mörgum sinnum

Hvernig síma áttu? Iphone 4s

Uppáhaldssjónvarpsefni? Ætli ég verð ekki að segja Suits, þeir eru bara svo grjótharðir, en svo eru Vikings að koma sterkir inn.

Uppáhalds vefsíður: Facebook og svo bara íþróttasíður

Besta bíómyndin? Taken er alltaf spennandi

Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á Trance og chill tónlist

Uppáhaldsdrykkur: Vatnið stendur alltaf fyrir sínu

Hvað finnst þér best að borða á leikdegi? Bara mikið 3 tímum fyrir leik (pasta) og svo eitthvað létt 2-1,5 tíma fyrir leik.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Ekkert eitt lag kemur mér í gírinn fer bara eftir stuði hjá mér ☺

Ertu hjátrúarfull/ur fyrir leiki? Neei ég get ekki sagt það, en ég er búinn að komast að því að klæðast nýjum nærbuxum fyrir leik það er mjög gott.

Hver vinnur HM 2014 í fótbolta: auðvitað Þýskaland

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Að spila sinn besta leik.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Ég myndi aldrei spila með öðru Reykjavíkur liði.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég er mikill schweinsteiger maður því þjóðverjar gefast ekki upp.

Erfiðasti andstæðingur? Sigfús páll, bæði í fótboltanum og handbolta þessi leikmaður er Hax.

Ekki erfiðasti andstæðingur? Garðar Sigurjóns í upphitunar fótbolta.

Besti samherjinn? Það eru bara 3.fl strákarnir, þeir Ragnar Þór Kjartansson og Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson

Sætasti sigurinn? Klárlega íslandsmeistara titillinn í 4fl á móti gróttu þegar við unnum með 1 marki á loka sekúndu leiksins

Uppáhaldslið í enska boltanum? Manchester United

Besti íþróttafréttamaðurinn? Það er Gummi Ben að lýsa fótboltanum, maður veit aldrei hvað kemur upp úr honum næst.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!