Hannes Þ. Sigurðsson lést á skírdag. Hann fæddist 3. júlí 1929, lauk verslunarprófi frá VÍ 1948 og stundaði framhaldsnám í Verslunarháskólanum í Stokkhólmi til 1950.
Hannes var gerður heiðursfélag Knattspyrnufélagsins FRAM árið 1998, hann var virkur í starfi FRAM um áratuga skeið og vann mikið fyrir FRAM.
Hannes var virkur í félagsmálum og sat þar í ýmsum stjórnum, svo sem stjórn ÍSÍ lengst allra frá 1955 til 1994, varaforseti lengst af. Hann var knattspyrnu- og handboltadómari í áratugi, meðal annars á erlendum vettvangi, og fyrstur íslenskra knattspyrnudómara til að bera merki FIFA. Hann skrifaði íþróttafréttir í Morgunblaðið og Vísi og var ritstjóri tímaritsins Allt um íþróttir. Hann var heiðursfélagi margra félaga og sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1997.
Eftirlifandi kona hans er Margrét Erlingsdóttir. Eignuðust þau þrjú börn, Sigurð, Kristínu og Erling, sjö barnabörn og sjö barnabarnabörn.
Knattspyrnufélagið FRAM sendir öllum aðstandendum samúðar kveðjur
Heimild. mbl. ofl.