Aðalfundur Knattspyrnufélagsins var haldinn 23. apríl sl. Á fundinum var kosin ný stjórn félagsins og gerðar voru lagabreytingar.
Ný stjórn er þannig skipuð:
Ólafur Arnarson var endurkjörinn formaður.
Lúðvík Þorgeirsson og Ragnar L. Kristjánsson voru kjörnir til tveggja ára eftir nýjum lögum félagsins.
Jón Eggert Hallsson og Jón Ásgeir Einarsson voru kjörnir til eins árs.
Varamenn voru kjörnir Þoebjörg Gunnarsdóttir, Kolbeinn Finnsson og Jón Ármann Guðjónsson.
Úr stjórn gengu Guðríður Guðjónsdóttir og Arnar Arnarsson. Eru þeim þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.