Stelpurnar okkar í mfl. kvenna léku í gær við BÍ/Bolungarvík í Lengjubikarnum. Leikið var í Úlfarsárdal. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir okkar stúlkur en lokatölur í leikum urðu 2-2. Mörk FRAM gerðu Anna Marzellíusardóttir á 10 mín og Tinna Björk á 30 mín. Þetta var síðasti leikur stelpnanna í Lengjubikarnum þetta árið og nú er bara að bíða eftir því að Íslandsmótið byrji og fjörið fari að hefjast.